„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 11:04 Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, í samhæfingarstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira