Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 02:42 Snjóflóðið féll í sjóinn gegnt Suðureyri og myndaði flóðbylgju. Mynd/Map.is Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59