„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 01:09 Frá Flateyri í kvöld. Mynd/Aðsend. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
„Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59