Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 13:57 Haraldur Johannessen hefur snúið sér að sérfræðistörfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09
Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29