Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:00 Mótmælum var fram haldið í Íran í dag þar sem krafist er afsagna æðstu embættismanna ríkisins. Bandaríkjaforseti biðlar til íranskra stjórnvalda um að hlífa mótmælendum. Annar dagur mótmæla fer nú fram í borginni Teheran en fjölmenn mótmæli hófust í gærkvöld. Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Flestir mótmælenda eru háskólanemar og voru mótmælin brotin upp af lögreglu í gær. Emírinn í Katar fór á fund forseta Írans í dag og segja þeir að draga verði úr spennunni á milli Írans og Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, kom þeim skilaboðum áleiðis í dag að Bandaríkin muni ekki þola frekari yfirgang frá Írönum. Þá segir hann Bandaríkin tilbúin til að verja þjóðina og segir Bandaríkjaher þann öflugasta í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, biðlar til íranskra stjórnvalda að drepa ekki mótmælendur og hvetur þá að opna netið að nýju. Í gær skrifaði hann færslur á Twitter þar sem hann hvatti stjórnvöld í Íran til að brjóta ekki upp mótmælin og leyfa fólki að mótmæla friðsamlega. Sendiherra Bretlands í Íran, Rob Macaire, var viðstaddur mótmælin í gærkvöld. Þar var hann handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail var hann handtekinn grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. Á Twitter þakkar hann fyrir góðar kveðjur og segir handtökuna brot á alþjóðalögum. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag þar sem krafist er afsagna æðstu embættismanna ríkisins. Bandaríkjaforseti biðlar til íranskra stjórnvalda um að hlífa mótmælendum. Annar dagur mótmæla fer nú fram í borginni Teheran en fjölmenn mótmæli hófust í gærkvöld. Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Flestir mótmælenda eru háskólanemar og voru mótmælin brotin upp af lögreglu í gær. Emírinn í Katar fór á fund forseta Írans í dag og segja þeir að draga verði úr spennunni á milli Írans og Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, kom þeim skilaboðum áleiðis í dag að Bandaríkin muni ekki þola frekari yfirgang frá Írönum. Þá segir hann Bandaríkin tilbúin til að verja þjóðina og segir Bandaríkjaher þann öflugasta í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, biðlar til íranskra stjórnvalda að drepa ekki mótmælendur og hvetur þá að opna netið að nýju. Í gær skrifaði hann færslur á Twitter þar sem hann hvatti stjórnvöld í Íran til að brjóta ekki upp mótmælin og leyfa fólki að mótmæla friðsamlega. Sendiherra Bretlands í Íran, Rob Macaire, var viðstaddur mótmælin í gærkvöld. Þar var hann handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail var hann handtekinn grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. Á Twitter þakkar hann fyrir góðar kveðjur og segir handtökuna brot á alþjóðalögum.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52