Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2020 20:01 Mikkel Hansen súr og svekktur á meðal vísir/epa Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. Lesa má margar skemmtilegar umfjallanir í dönskum miðlum fyrir okkur Íslendinga. „Danir ollu vonbrigðum í opnunarleiknum á EM,“ er fyrirsögnin hjá TV2Sport. Þar segir að Danir hafi verið mun sigurstranglegri aðilinn en allt hafi fokið út í veður og vind.BT var ekki hrifið af danska landsliðinu í dag og gefur leikmönnum liðsins ekki háar einkunnir. Markvörðurinn Jannick Green fær aldeilis að finna fyrir því en hann fær lægstu einkunnina. Einnig setur blaðið saman þá þrjá hluti sem blaðið lærði í leiknum og það fyrsta er almennt áhyggjuefni. Þeir hafa áhyggjur af því að margir leikmenn séu að koma inn í mótið hálfmeiddir. Númer tvö var það svo að Guðmundur fékk sína hefnd á Nikolaj Jacobsen en sá síðarnefndi tók við af Guðmundi bæði sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hjá Danmörku. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/vddc0p0r7o#fyensdk#fyn— fyens.dk (@fyensdk) January 11, 2020 „Flýgur hátt, þá er fallið langt,“ skrifar ríkismiðillinn, DR, eftir leikinn og segir að þetta nú sé kominn alvöru pressa á danska liðið. „Martröð í Malmö,“ skrifar miðillinn einnig og segir að þetta hafi verið versta mögulega byrjun sem hægt hefði verið að hugsa sér. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/d7Mu7D9uZH— Stiften.dk (@stiftendk) January 11, 2020 Ekstra Bladet skrifar í grein sinni um leikinn að leikurinn hafi ekki verið jafn erfiður og búist var við heldur rúmlega það. Þeir eru heldur ekki sáttir með dómara leiksins en þeir segja að dómurinn umdeildi undir lok leiksins hafi verið klár þjófnaður er flautað var fríkast er þrjár sekúndur voru eftir. Danmark falder sammen i EM-premieren:https://t.co/b9D8SiEt0l— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 11, 2020 Ekstra Bladet fjallar einnig um í umfjöllun sinni að Guðmundur Guðmundsson hafi verið vel lifandi á hliðarlínunni. Leikurinn hafi þýtt enn meira fyrir hann og hann hafi hlaupið upp og niður eftir hliðarlínunni. „Það er enginn efi á því að Ísland elskar ekkert meira en að vinna nákvæmlega Danmörk,“ segir í lok fréttinnar. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. Lesa má margar skemmtilegar umfjallanir í dönskum miðlum fyrir okkur Íslendinga. „Danir ollu vonbrigðum í opnunarleiknum á EM,“ er fyrirsögnin hjá TV2Sport. Þar segir að Danir hafi verið mun sigurstranglegri aðilinn en allt hafi fokið út í veður og vind.BT var ekki hrifið af danska landsliðinu í dag og gefur leikmönnum liðsins ekki háar einkunnir. Markvörðurinn Jannick Green fær aldeilis að finna fyrir því en hann fær lægstu einkunnina. Einnig setur blaðið saman þá þrjá hluti sem blaðið lærði í leiknum og það fyrsta er almennt áhyggjuefni. Þeir hafa áhyggjur af því að margir leikmenn séu að koma inn í mótið hálfmeiddir. Númer tvö var það svo að Guðmundur fékk sína hefnd á Nikolaj Jacobsen en sá síðarnefndi tók við af Guðmundi bæði sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hjá Danmörku. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/vddc0p0r7o#fyensdk#fyn— fyens.dk (@fyensdk) January 11, 2020 „Flýgur hátt, þá er fallið langt,“ skrifar ríkismiðillinn, DR, eftir leikinn og segir að þetta nú sé kominn alvöru pressa á danska liðið. „Martröð í Malmö,“ skrifar miðillinn einnig og segir að þetta hafi verið versta mögulega byrjun sem hægt hefði verið að hugsa sér. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/d7Mu7D9uZH— Stiften.dk (@stiftendk) January 11, 2020 Ekstra Bladet skrifar í grein sinni um leikinn að leikurinn hafi ekki verið jafn erfiður og búist var við heldur rúmlega það. Þeir eru heldur ekki sáttir með dómara leiksins en þeir segja að dómurinn umdeildi undir lok leiksins hafi verið klár þjófnaður er flautað var fríkast er þrjár sekúndur voru eftir. Danmark falder sammen i EM-premieren:https://t.co/b9D8SiEt0l— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 11, 2020 Ekstra Bladet fjallar einnig um í umfjöllun sinni að Guðmundur Guðmundsson hafi verið vel lifandi á hliðarlínunni. Leikurinn hafi þýtt enn meira fyrir hann og hann hafi hlaupið upp og niður eftir hliðarlínunni. „Það er enginn efi á því að Ísland elskar ekkert meira en að vinna nákvæmlega Danmörk,“ segir í lok fréttinnar.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58