Grunnskólabörn í Rangárþingi ytra borða frítt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 12:45 Margrét Harpa Guðsteindsóttir, sem segist vera mjög ánægð með að Á-listinn hafi komið í gegn málinu um fríar máltíðir fyrir grunnskólabörn í Rangárþingi ytra. Einkasafn Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið. Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið.
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira