Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 11:31 Vilhjálmur Stefánsson segir störf viðbragðsaðila hafa gengið mjög vel. Aðsend Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44