Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:45 Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, leggur hér blóm að minnisvarða sem komið hefur verið upp á alþjóðaflugvellinum í Kænugarði. EPA/STR Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld. Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld.
Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04