Segir Íslendinga skelfilega eftirbáta Norðurlandaþjóðanna í heimahjúkrun Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 16:51 Ólafur Þór Gunnarsson ræddi stöðu hjúkrunarfræðinga í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira