Vísar dómsdagsklukkunar aldrei nær miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 23:54 Frá afhjúpun dómsdagsklukkunar í janúar í fyrra. Þá vantaði hana tvær mínútur í miðnætti. Vísir/EPA Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira