Forsætisráðherra ber af sér ásakanir þingmanns um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 21:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín. Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín.
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira