Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 23:22 Bezos (t.v.) og Salman krónprins (t.h.) virðast hafa spjallað á samskiptaforritinu Whatsapp í maí árið 2018. Myndband sem var sent úr númeri sem Salman hefur notað er talið hafa innihaldið spilliforrit. Vísir/EPA/samsett Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu.
Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52