„Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 22:20 Snarrótin gagnrýnir að lögregla sé send ein í útköll þar sem óskað er sérstaklega eftir aðstoð sjúkrabíls. Vísir/Vilhelm Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“ Lögreglan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Sjá meira
Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“
Lögreglan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Sjá meira