Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:54 Lögreglubíll í forgangsakstri á Snorrabraut. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir verkferla skýra þegar hringt er vegna manneskju í geðrofsástandi. vísir/arnar Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30