Orðrómur um að Ólafur Jóhann vilji í Útvarpshúsið reynist rangur Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2020 14:40 Ólafur Jóhann tekur af öll tvímæli. Hann er ekki meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Þrálátur orðrómur um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner fjölmiðlasamsteypunnar væri meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra reyndist tilhæfulaus við nánari eftirgrennslan. Vísir taldi sig hafa heimildir fyrir því að Ólafur Jóhann hefði sótt um stöðuna og beindi því til hans fyrirspurn. „Það væri freistandi að svara þér í véfréttarstíl en ég kann nú bara ekki við það í skammdeginu og skal því taka af allan vafa. Ég sótti ekki um stöðuna. En orðrómurinn er greinilega í gangi,“ segir Ólafur Jóhann í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Jóhann er ekki á leið til Íslands í bráð. „Ég held mig enn mest í New York og þannig verður það á næstunni. En ég kem samt meira heim en áður.“ Álits umboðsmanns vænst Eins og greint hefur verið frá ákvað stjórn Ríkisútvarpsins ofh. að halda lista yfir umsækjendur leyndum. Meðan ríkir andrúm getgátna. Vísir kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að Ríkisútvarpinu ofh. væri það heimilt að pukrast með listann þó ekkert meinaði stofnuninni í sjálfu sér að upplýsa almenning um hverjir vilji gegna stöðunni. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Kristín Þorsteinsdóttir og Svanhildur Hólm eru meðal þeirra fjörutíu sem sóttu um. Svanhildur Konráðsdóttir ekki en um Þóru er ekki vitað. Með það fyrir augum að auka gegnsæi í samfélaginu vísaði blaðamaður Vísis málinu til umboðsmanns Alþingis sem krafði úrskurðarnefnd um nánari útskýringar á úrskurði sínum; í ítarlegri fyrirspurn til úrskurðarnefndar kemur fram að hann telur vafa leika á um að lögskýringar sem nefndin byggir niðurstöðu sína á fái staðist. Svar hefur borist Umboðsmanni sem er með málið til umfjöllunar og er álits þaðan vænst innan tíðar. Meðan ríkir leynd um umsækjendur sem eru 41 talsins. Capacent er að vinna úr umsóknum í samráði við stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Þar hefur verið vinsað úr umsóknum og reynt að þrengja hringinn. Samkvæmt heimildum Vísis metur stjórn það svo að með þessari leynd sem ríkir um umsækjendur hafi fengist í það minnsta þrír umsækjendur sem öðrum kosti hefðu ekki gefið kost á sér. Stjórnin ákvað á sínum tíma að framlengja umsóknarfrest um viku, en Páll Magnússon alþingismaður og útvarpsmaður hefur gert athugasemd við það og telur að það gæti orsakað vanhæfi stjórnarmanna til að fjalla um umsóknirnar. Ekki næst í Þóru Vitað er um nokkra sem sóttu um svo sem þau Svanhildi Hólm aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Kristínu Þorsteinsdóttur fyrrverandi aðalritstjóra hjá 365, Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og fyrrverandi ritstjóra Kvennablaðsins.Ein hefur verið nefnd sem líklegur kandídat; Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks og forsetaframbjóðandi en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vísis hefur ekki gengið að ná af henni tali til að inna hana eftir því hvort hún sé meðal umsækjenda. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Þingmaðurinn telur umsókn aðstoðarmanns fjármálaráðherra athyglisvert uppátæki. 17. desember 2019 08:57 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Þrálátur orðrómur um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner fjölmiðlasamsteypunnar væri meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra reyndist tilhæfulaus við nánari eftirgrennslan. Vísir taldi sig hafa heimildir fyrir því að Ólafur Jóhann hefði sótt um stöðuna og beindi því til hans fyrirspurn. „Það væri freistandi að svara þér í véfréttarstíl en ég kann nú bara ekki við það í skammdeginu og skal því taka af allan vafa. Ég sótti ekki um stöðuna. En orðrómurinn er greinilega í gangi,“ segir Ólafur Jóhann í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Jóhann er ekki á leið til Íslands í bráð. „Ég held mig enn mest í New York og þannig verður það á næstunni. En ég kem samt meira heim en áður.“ Álits umboðsmanns vænst Eins og greint hefur verið frá ákvað stjórn Ríkisútvarpsins ofh. að halda lista yfir umsækjendur leyndum. Meðan ríkir andrúm getgátna. Vísir kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að Ríkisútvarpinu ofh. væri það heimilt að pukrast með listann þó ekkert meinaði stofnuninni í sjálfu sér að upplýsa almenning um hverjir vilji gegna stöðunni. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Kristín Þorsteinsdóttir og Svanhildur Hólm eru meðal þeirra fjörutíu sem sóttu um. Svanhildur Konráðsdóttir ekki en um Þóru er ekki vitað. Með það fyrir augum að auka gegnsæi í samfélaginu vísaði blaðamaður Vísis málinu til umboðsmanns Alþingis sem krafði úrskurðarnefnd um nánari útskýringar á úrskurði sínum; í ítarlegri fyrirspurn til úrskurðarnefndar kemur fram að hann telur vafa leika á um að lögskýringar sem nefndin byggir niðurstöðu sína á fái staðist. Svar hefur borist Umboðsmanni sem er með málið til umfjöllunar og er álits þaðan vænst innan tíðar. Meðan ríkir leynd um umsækjendur sem eru 41 talsins. Capacent er að vinna úr umsóknum í samráði við stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Þar hefur verið vinsað úr umsóknum og reynt að þrengja hringinn. Samkvæmt heimildum Vísis metur stjórn það svo að með þessari leynd sem ríkir um umsækjendur hafi fengist í það minnsta þrír umsækjendur sem öðrum kosti hefðu ekki gefið kost á sér. Stjórnin ákvað á sínum tíma að framlengja umsóknarfrest um viku, en Páll Magnússon alþingismaður og útvarpsmaður hefur gert athugasemd við það og telur að það gæti orsakað vanhæfi stjórnarmanna til að fjalla um umsóknirnar. Ekki næst í Þóru Vitað er um nokkra sem sóttu um svo sem þau Svanhildi Hólm aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Kristínu Þorsteinsdóttur fyrrverandi aðalritstjóra hjá 365, Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og fyrrverandi ritstjóra Kvennablaðsins.Ein hefur verið nefnd sem líklegur kandídat; Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks og forsetaframbjóðandi en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vísis hefur ekki gengið að ná af henni tali til að inna hana eftir því hvort hún sé meðal umsækjenda.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Þingmaðurinn telur umsókn aðstoðarmanns fjármálaráðherra athyglisvert uppátæki. 17. desember 2019 08:57 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Þingmaðurinn telur umsókn aðstoðarmanns fjármálaráðherra athyglisvert uppátæki. 17. desember 2019 08:57
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15