Strákarnir sem vita alltaf best! Flosi Eiríksson skrifar 30. janúar 2020 12:00 Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun