Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 12:28 Þórdís Kolbrún segir hópinn sem hittist í gær hafa hugað að sóttvarnareglum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun þar sem Þórdís var sögð hafa verið á vinkonudjammi, sem hún segir ekki rétt. Hún hafi átt góðan dag en eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að vera ekki með þeim. Að sögn Þórdísar eyddu vinkonurnar deginum saman í miðbæ Reykjavíkur og borðuðu saman kvöldmat. Líkt og aðrir vinahópar hafi þær verið saman á borði en virt þær ráðstafanir sem gerðar voru á stöðunum. Skjáskot af myndunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk gagnrýnir skort á tveggja metra fjarlægðarmörkum.Skjáskot/aðsend Hópurinn birti myndir frá deginum á Instagram þar sem þær sitja þétt saman fyrir myndatöku. Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur ráðherrann verið gagnrýndur fyrir að huga ekki að tveggja metra reglunni. Í samtali við Vísi segir Þórdís hópinn hafa verið mjög meðvitaðan um sóttvarnarreglur og einstaklingsbundnar smitvarnir. Þær geri sér grein fyrir því að þær búi ekki í sama húsi og þurfi að gæta að öllu slíku. Þórdís hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún ítrekar að þeir staðir sem hópurinn sótti fylgdu tilmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. „Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifar Þórdís. Þær hafi svo í kjölfarið farið í verslanir í miðbænum og gengið niður Laugaveginn. „Eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.“ Hún segir alrangt að tala um hitting vinkvennanna sem djamm. Þær hafi borðað saman kvöldmat og Þórdís hafi sjálf verið komin heim um miðnætti. Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun þar sem Þórdís var sögð hafa verið á vinkonudjammi, sem hún segir ekki rétt. Hún hafi átt góðan dag en eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að vera ekki með þeim. Að sögn Þórdísar eyddu vinkonurnar deginum saman í miðbæ Reykjavíkur og borðuðu saman kvöldmat. Líkt og aðrir vinahópar hafi þær verið saman á borði en virt þær ráðstafanir sem gerðar voru á stöðunum. Skjáskot af myndunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk gagnrýnir skort á tveggja metra fjarlægðarmörkum.Skjáskot/aðsend Hópurinn birti myndir frá deginum á Instagram þar sem þær sitja þétt saman fyrir myndatöku. Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur ráðherrann verið gagnrýndur fyrir að huga ekki að tveggja metra reglunni. Í samtali við Vísi segir Þórdís hópinn hafa verið mjög meðvitaðan um sóttvarnarreglur og einstaklingsbundnar smitvarnir. Þær geri sér grein fyrir því að þær búi ekki í sama húsi og þurfi að gæta að öllu slíku. Þórdís hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún ítrekar að þeir staðir sem hópurinn sótti fylgdu tilmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. „Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifar Þórdís. Þær hafi svo í kjölfarið farið í verslanir í miðbænum og gengið niður Laugaveginn. „Eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.“ Hún segir alrangt að tala um hitting vinkvennanna sem djamm. Þær hafi borðað saman kvöldmat og Þórdís hafi sjálf verið komin heim um miðnætti.
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?