Minnst tuttugu í valnum og hermaðurinn gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 20:00 Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni. AP/Sakchai Lalitkanjanakul Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp. Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp.
Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“