Ekki bjartsýni að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 23:15 Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?