Hunangsflugum fækkar mikið vegna loftslagsbreytinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Hunangsflugur gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni við að fræva plöntur. vísir/getty Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira