Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir fyrir og eftir að hún skiptir í keppnisgírinn. Skjámynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST
CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira