Til hamingju kennarar, skólastjórnendur og allir starfsmenn skóla í Garðabæ! Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 14:30 Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun