NFL-stjarna segist geta sett saman lið sem myndi vinna Ólympíugull í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 23:30 Jay Cutler kastaði ófáum boltunum fram völlinn á NFL-ferli sínum. Nikola Karabatic svaraði honum á Twitter. Samsett/Getty Frægur nýhættur leikstjórnandi í ameríska fótboltanum heldur því fram að það sé ekki mikið vandamál að vinna gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamenn eru ekki þekktir fyrir að geta eitthvað í handbolta og er handboltinn ein af fáum íþróttum á Ólympíuleikunum þar sem Bandaríkjamenn eru ekki í baráttu um verðlaun. Jay Cutler er 36 ára gamall og nýhættur í ameríska fótboltanum en hann gæti alveg hugsað sér að setja saman handboltalið fyrir keppni á Ólympíuleikum. Jay Cutler wants to put together an Olympic handball team: "There's a US team. I wanna go to do that, just throwing missiles." https://t.co/vW8jDQPvdR— Heart of NFL (@HeartofNFL) January 30, 2020 Jay Cutler var leikstjórnandi í NFL-deildinni í ellefu ár, lengt af hjá liði Chicago Bears. Hann lék síðast með Miami Dolphins tímabilið 2017. „Ég er að hugsa um að setja saman lið til að keppa á Ólympíuleikunum í íþrótt sem ég held að heiti handbolti. Þar eru þeir með lítinn bolta sem þeir kasta svo í markið. Þetta er eins og fótbolti innanhúss nema að þeir kasta boltanum,“ sagði Jay Cutler og hann er sigurviss. „Ég lofa því að við getum sett saman lið sem vinnur gull á Ólympíuleikum,“ sagði Cutler, Handbolti er aðeins einn þriggja íþrótta sem Bandaríkjamenn hafa aldrei unnið verðlaun í á Ólympíuleikum. Domonique Foxworth var með honum í hlaðvarpsþættinum og tók undir hans orð. Hey Jay Cutler and @Foxworth24 , i don t think you have studied handball enough but i d be glad to give you my olympic gold medal if you beat my team. #handball@espn@HandballHour@PardonMyTakehttps://t.co/jX7ty245DQ— NIKOLA KARABATIC (@NKARABATIC) February 1, 2020 Franska stórstjarnan og tvöfaldur Ólympíumeistari, Nikola Karabatic, sá ástæðu til að skjóta á Jay Cutler á Twitter. „Heyrðu, Jay Cutler og Domonique Foxworth. Ég held að þið hafið nú ekki skoðað handboltaíþróttin nógu vel en ég skal gefa ykkur Ólympíugullið mitt ef þið vinnið mitt lið,“ skrifaði Nikola Karabatic eins og sjá má hér fyrir ofan. Handbolti NFL Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Frægur nýhættur leikstjórnandi í ameríska fótboltanum heldur því fram að það sé ekki mikið vandamál að vinna gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamenn eru ekki þekktir fyrir að geta eitthvað í handbolta og er handboltinn ein af fáum íþróttum á Ólympíuleikunum þar sem Bandaríkjamenn eru ekki í baráttu um verðlaun. Jay Cutler er 36 ára gamall og nýhættur í ameríska fótboltanum en hann gæti alveg hugsað sér að setja saman handboltalið fyrir keppni á Ólympíuleikum. Jay Cutler wants to put together an Olympic handball team: "There's a US team. I wanna go to do that, just throwing missiles." https://t.co/vW8jDQPvdR— Heart of NFL (@HeartofNFL) January 30, 2020 Jay Cutler var leikstjórnandi í NFL-deildinni í ellefu ár, lengt af hjá liði Chicago Bears. Hann lék síðast með Miami Dolphins tímabilið 2017. „Ég er að hugsa um að setja saman lið til að keppa á Ólympíuleikunum í íþrótt sem ég held að heiti handbolti. Þar eru þeir með lítinn bolta sem þeir kasta svo í markið. Þetta er eins og fótbolti innanhúss nema að þeir kasta boltanum,“ sagði Jay Cutler og hann er sigurviss. „Ég lofa því að við getum sett saman lið sem vinnur gull á Ólympíuleikum,“ sagði Cutler, Handbolti er aðeins einn þriggja íþrótta sem Bandaríkjamenn hafa aldrei unnið verðlaun í á Ólympíuleikum. Domonique Foxworth var með honum í hlaðvarpsþættinum og tók undir hans orð. Hey Jay Cutler and @Foxworth24 , i don t think you have studied handball enough but i d be glad to give you my olympic gold medal if you beat my team. #handball@espn@HandballHour@PardonMyTakehttps://t.co/jX7ty245DQ— NIKOLA KARABATIC (@NKARABATIC) February 1, 2020 Franska stórstjarnan og tvöfaldur Ólympíumeistari, Nikola Karabatic, sá ástæðu til að skjóta á Jay Cutler á Twitter. „Heyrðu, Jay Cutler og Domonique Foxworth. Ég held að þið hafið nú ekki skoðað handboltaíþróttin nógu vel en ég skal gefa ykkur Ólympíugullið mitt ef þið vinnið mitt lið,“ skrifaði Nikola Karabatic eins og sjá má hér fyrir ofan.
Handbolti NFL Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita