Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 06:30 Skemmtiferðaskipið Diamond Princess. Vísir/AP Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar. Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar.
Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15