Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 17:00 Finnut Atli Magnússon eftir leikinn á móti Njarðvík í gær. Mynd/S2 Sport Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira