Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 10:20 Kjósendur bíða í röð eftir að kjörfundur hefjist í Hoover-framhaldsskólanum í Des Moines í Iowa í gær. AP/Charlie Neibergall Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31
Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00