Flugraskanir í vetur: Áhrif á sex þúsund starfsmenn Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:00 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að hjá ISAVIA hafi verið farin sú leið að manna álagspunkta í samráði við starfsfólk. Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að ríflega sex þúsund starfsmenn komi að starfseminni á Keflavíkurvelli. Þetta eru starfsmenn ISAVIA og annarra þjónustuaðila eða verktaka á svæðinu. Veðrið í vetur hafi því haft áhrif á fjölmennan hóp rekstraraðila og starfsmanna þar sem engin var undanskilinn þeirri óveðurshrinu sem gengið hefur yfir síðustu vikurnar. Fjöldi fyrirtækja á Keflavíkurvelli er mikill. Verslanir og veitingastaðir í fríhöfninni, verslanir, veitingastaðir og bílaleigur í brottfara- og komusal. Eru þá ótalin flugfélögin sjálf eða þeir þjónustuaðilar sem starfa fyrir þau. Þá eru það bankar, ferðaþjónustuaðilar og margir fleiri. Í flestum tilfellum er um þjónustu og rekstur að ræða sem vaka þarf yfir og skipuleggja allan sólahringinn. Að sögn Guðjóns hafa aðstæður skapast þannig að frá því í október hefur það komið til ellefu sinnum að flugi hafi verið breytt. „Það má segja að veðrið hafi haft nokkur áhrif á þjónustu tengda flugi síðustu vikurnar. Lægðir hafa leikið landann grátt og valdið því að flugfélög hafa frestað, flýtt eða fellt niður flugferðir til og frá landinu eða innanlands. Frá því í október hafa ellefu sinnum skapast þannig veðurfarslegar aðstæður að flugfélög hafa breytt flugi. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ákvörðun flugfélaganna í ljósi veðurspár og mögulegra áhrifa hvort flugferðum er breytt eða aflýst.“ Hvernig hefur verið brugðist við þessum aðstæðum með tilliti til starfsfólks og mönnunar á vöktum rekstraraðila? „Þegar veðurspá gefur fyrirvara um að ofsaveður hafi áhrif á rekstur flugvallarins þá hafa flugfélögin nú í vetur tekið ákvarðanir í góðan tíma og þá gefst okkur sem og rekstraraðilum á vellinum, það er flugafgreiðslufyrirtæki, veitingastöðum og verslunum, færi á að haga mönnun eftir því. Þegar röskun sem þessi verður á flugi þá veldur það því að mikið álag getur skapast á undan eða á eftir á grundvelli þess hvort flugferðum er flýtt eða seinkað.“ Guðjón segir að rekstraraðilar sjálfir taki ákvörðun um fyirrkomulag mönnunar þegar brugðist er við röskun vegna veðurs, en upplýsa ISAVIA um hvernig mönnun verði háttað. Það sama geri ISAVIA gagnvart rekstraraðilum. „Hjá Isavia hefur verið farin sú leið, ef fyrirsjáanlegt er að flug liggi niðri, að kalla út fólk á álagspunktunum eða þá haft samráð við starfsfólk um að skipta á milli sín vaktatímum og deila sér niður á álagspunkta sem skapast." En hvað erum við að tala um að þessi röskun vegna veðurs geti náð til fjölmenns hóps starfsmanna? ,,Áætla má að heildarfjöldi starfsfólks á Keflavíkurflugvelli sé ríflega sex þúsund manns miðað við fjölda útgefinni aðgangspassa fyrir árið 2019. Þar er um að ræða starfsmenn Isavia og annarra þjónustuaðila eða verktaka á vellinum.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að ríflega sex þúsund starfsmenn komi að starfseminni á Keflavíkurvelli. Þetta eru starfsmenn ISAVIA og annarra þjónustuaðila eða verktaka á svæðinu. Veðrið í vetur hafi því haft áhrif á fjölmennan hóp rekstraraðila og starfsmanna þar sem engin var undanskilinn þeirri óveðurshrinu sem gengið hefur yfir síðustu vikurnar. Fjöldi fyrirtækja á Keflavíkurvelli er mikill. Verslanir og veitingastaðir í fríhöfninni, verslanir, veitingastaðir og bílaleigur í brottfara- og komusal. Eru þá ótalin flugfélögin sjálf eða þeir þjónustuaðilar sem starfa fyrir þau. Þá eru það bankar, ferðaþjónustuaðilar og margir fleiri. Í flestum tilfellum er um þjónustu og rekstur að ræða sem vaka þarf yfir og skipuleggja allan sólahringinn. Að sögn Guðjóns hafa aðstæður skapast þannig að frá því í október hefur það komið til ellefu sinnum að flugi hafi verið breytt. „Það má segja að veðrið hafi haft nokkur áhrif á þjónustu tengda flugi síðustu vikurnar. Lægðir hafa leikið landann grátt og valdið því að flugfélög hafa frestað, flýtt eða fellt niður flugferðir til og frá landinu eða innanlands. Frá því í október hafa ellefu sinnum skapast þannig veðurfarslegar aðstæður að flugfélög hafa breytt flugi. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ákvörðun flugfélaganna í ljósi veðurspár og mögulegra áhrifa hvort flugferðum er breytt eða aflýst.“ Hvernig hefur verið brugðist við þessum aðstæðum með tilliti til starfsfólks og mönnunar á vöktum rekstraraðila? „Þegar veðurspá gefur fyrirvara um að ofsaveður hafi áhrif á rekstur flugvallarins þá hafa flugfélögin nú í vetur tekið ákvarðanir í góðan tíma og þá gefst okkur sem og rekstraraðilum á vellinum, það er flugafgreiðslufyrirtæki, veitingastöðum og verslunum, færi á að haga mönnun eftir því. Þegar röskun sem þessi verður á flugi þá veldur það því að mikið álag getur skapast á undan eða á eftir á grundvelli þess hvort flugferðum er flýtt eða seinkað.“ Guðjón segir að rekstraraðilar sjálfir taki ákvörðun um fyirrkomulag mönnunar þegar brugðist er við röskun vegna veðurs, en upplýsa ISAVIA um hvernig mönnun verði háttað. Það sama geri ISAVIA gagnvart rekstraraðilum. „Hjá Isavia hefur verið farin sú leið, ef fyrirsjáanlegt er að flug liggi niðri, að kalla út fólk á álagspunktunum eða þá haft samráð við starfsfólk um að skipta á milli sín vaktatímum og deila sér niður á álagspunkta sem skapast." En hvað erum við að tala um að þessi röskun vegna veðurs geti náð til fjölmenns hóps starfsmanna? ,,Áætla má að heildarfjöldi starfsfólks á Keflavíkurflugvelli sé ríflega sex þúsund manns miðað við fjölda útgefinni aðgangspassa fyrir árið 2019. Þar er um að ræða starfsmenn Isavia og annarra þjónustuaðila eða verktaka á vellinum.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira