Sportpakkinn: Hundsvekktur KR-þjálfari eftir tap á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 15:15 Stólarnir fagna hér sigrinum á KR með stuðningsmönnum sínum. Mynd/S2 Sport KR-ingum tókst ekki að komast upp fyrir Tindastól og í þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn í Síkinu í gærkvöldi. KR og Tindastóll voru bæði með 20 stig fyrir leikinn en hver sigur er nú dýrmætur í baráttunni um heimavallarrrétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. KR byrjaði vetur og var fimm stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir léku betur í öðrum leikhluta og voru stigi yfir í hálfleik, 40-39. KR-ingar bitu frá sér í fjórða leikhluta og komust aftur yfir en viðureign þeirra var æsispennandi á lokamínútunum þar sem Tindastóll vann nauman sigur, 80-76. Deremy Geiger og Sinisa Bilic voru stighæstir hjá Tindastól með 16 stig hvor en eftir þennan sigur er liðið í 3. sæti með 22 stig. „Það er bara áfram gakk því þetta er bara einn sigur. Það er bara næsti leikur á fimmtudaginn og við förum klárir í hann líka,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir leikinn. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR með sextán stig en tólf þeirra komu á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Þetta er fáránlega svekkjandi. Ég er hundsvekktur með þennan leik því mér fannst við leggja alveg gríðarlega mikið í þennan leik og spila góða vörn. Þeir hefði ekki skorað 80 stig ef þeir hefðu fengið öll þessi víti í lokin,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. Ég er mjög ánægður með vörnina okkar. Við fengum síðan fullt af skotum til að komast meira yfir eftir risakörfu frá Jakobi en eftir það hittum við ekki neitt. Það er bara dýrt í svona leik. Tindastólsliðið er mjög sterkt en við erum það líka. Það voru bara tvö öflug lið að berjast og þetta datt þeirra megin í dag,“ sagði Ingi Þór. Það má sjá alla frétt Gaupa um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hundsvekktur KR-þjálfari eftir tap á Króknum Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
KR-ingum tókst ekki að komast upp fyrir Tindastól og í þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn í Síkinu í gærkvöldi. KR og Tindastóll voru bæði með 20 stig fyrir leikinn en hver sigur er nú dýrmætur í baráttunni um heimavallarrrétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. KR byrjaði vetur og var fimm stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir léku betur í öðrum leikhluta og voru stigi yfir í hálfleik, 40-39. KR-ingar bitu frá sér í fjórða leikhluta og komust aftur yfir en viðureign þeirra var æsispennandi á lokamínútunum þar sem Tindastóll vann nauman sigur, 80-76. Deremy Geiger og Sinisa Bilic voru stighæstir hjá Tindastól með 16 stig hvor en eftir þennan sigur er liðið í 3. sæti með 22 stig. „Það er bara áfram gakk því þetta er bara einn sigur. Það er bara næsti leikur á fimmtudaginn og við förum klárir í hann líka,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir leikinn. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR með sextán stig en tólf þeirra komu á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Þetta er fáránlega svekkjandi. Ég er hundsvekktur með þennan leik því mér fannst við leggja alveg gríðarlega mikið í þennan leik og spila góða vörn. Þeir hefði ekki skorað 80 stig ef þeir hefðu fengið öll þessi víti í lokin,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. Ég er mjög ánægður með vörnina okkar. Við fengum síðan fullt af skotum til að komast meira yfir eftir risakörfu frá Jakobi en eftir það hittum við ekki neitt. Það er bara dýrt í svona leik. Tindastólsliðið er mjög sterkt en við erum það líka. Það voru bara tvö öflug lið að berjast og þetta datt þeirra megin í dag,“ sagði Ingi Þór. Það má sjá alla frétt Gaupa um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hundsvekktur KR-þjálfari eftir tap á Króknum
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira