Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2020 21:31 Borche var vel reiður í kvöld. vísir/daníel Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00