Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:06 Kári Stefánsson er meðal þeirra sem halda erindi á fundinum. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira