Óþjálfað verkafólk fær ekki landvistarleyfi á Bretlandi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:16 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, ræddi um breytingar á innflytjendalöggjöf í fjölmiðlum í dag. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“. Bretland Brexit Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“.
Bretland Brexit Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira