Dómsmálaráðherra segir endurupptökudóm undirstrika mikilvægi sjálfstæðis frá framkvæmdavaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 18:37 Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að endurupptökudómstóll verði settur á fót. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín. Alþingi Dómstólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín.
Alþingi Dómstólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira