Hvorki hlýindi né rólegheit að sjá í veðurkortum næstu daga Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 06:53 Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi milli 17 og 22 í dag. Veðurstofan Kröpp og dýpkandi lægð nálgast nú landið sunnan úr hafi sem veldur því að hvessir talsvert úr austri og síðar norðaustri. Einnig fer að snjóa síðdegis, fyrst syðst á landinu. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig þar sem kaldast verður í innsveitum fyrir norðan. Veðurstofan spáir að í kjölfarið geri talsvert hríðarveður undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og síðar einnig á Suðausturlandi og Austfjörðum. Spáir 18 til 25 metrum á sekúndu suðaustan til og einnig allra syðst seinni partinn með snjókomu eða slyddu. Seint í kvöld og nótt hvessir einnig með hríð á Norðurlandi. „Því hafa verið sendar út gular og appelsínugular viðvaranir og eru ökumenn hvattir til að búa sig undir alvöru vetrarveður í dag. Hlýnar þó heldur í kvöld og fer að rigna við austurströndina. Í fyrramálið gengur á með norðaustanhvassviðri eða -stormi og ofankomu á norðanverðu landinu, en birtir til syðra. Dregur smám saman úr vindi seinni partinn og kólnar heldur. Engin hlýindi né rólegheit er að sjá í veðurkortum næstu daga, enda um að gera að þreyja góuna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákortið eins og það lítur út klukkan 20 í kvöld.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan og norðaustan 15-23 m/s framan af degi, en dregur síðan úr vindi, 13-20 síðdegis, hvassast NV til. Snjókoma eða él á N-verðu landinu, en hægara og bjartviðri syðra. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og éljagangur, en austlægari og snjókoma eða slydda syðst. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Norðlæg átt og él víða á landinu, en bjartviðri SV-lands. Kólnandi veður. Á sunnudag: Vestlægar áttir og víða él, en léttskýjað NA til. Frost 2 til 10 stig. Á mánudag og þriðjudag: Líklega breytilegar áttir með éljum á víð og dreif og talsverðu frosti á öllu landinu. Veður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Kröpp og dýpkandi lægð nálgast nú landið sunnan úr hafi sem veldur því að hvessir talsvert úr austri og síðar norðaustri. Einnig fer að snjóa síðdegis, fyrst syðst á landinu. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig þar sem kaldast verður í innsveitum fyrir norðan. Veðurstofan spáir að í kjölfarið geri talsvert hríðarveður undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og síðar einnig á Suðausturlandi og Austfjörðum. Spáir 18 til 25 metrum á sekúndu suðaustan til og einnig allra syðst seinni partinn með snjókomu eða slyddu. Seint í kvöld og nótt hvessir einnig með hríð á Norðurlandi. „Því hafa verið sendar út gular og appelsínugular viðvaranir og eru ökumenn hvattir til að búa sig undir alvöru vetrarveður í dag. Hlýnar þó heldur í kvöld og fer að rigna við austurströndina. Í fyrramálið gengur á með norðaustanhvassviðri eða -stormi og ofankomu á norðanverðu landinu, en birtir til syðra. Dregur smám saman úr vindi seinni partinn og kólnar heldur. Engin hlýindi né rólegheit er að sjá í veðurkortum næstu daga, enda um að gera að þreyja góuna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákortið eins og það lítur út klukkan 20 í kvöld.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan og norðaustan 15-23 m/s framan af degi, en dregur síðan úr vindi, 13-20 síðdegis, hvassast NV til. Snjókoma eða él á N-verðu landinu, en hægara og bjartviðri syðra. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og éljagangur, en austlægari og snjókoma eða slydda syðst. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Norðlæg átt og él víða á landinu, en bjartviðri SV-lands. Kólnandi veður. Á sunnudag: Vestlægar áttir og víða él, en léttskýjað NA til. Frost 2 til 10 stig. Á mánudag og þriðjudag: Líklega breytilegar áttir með éljum á víð og dreif og talsverðu frosti á öllu landinu.
Veður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira