Sportpakkinn: Alvarlega slasaður eftir rosalegan árekstur í Daytona 500 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2020 14:00 Bíll Ryans Newman kastaðist upp í loftið. vísir/getty Bandaríski ökuþórinn Ryan Newman slasaðist alvarlega í árekstri í Daytona 500 kappakstrinum í Flórída í gær. Daytona 500 er stærsti kappakstur tímabils á NASCAR-mótaröðinni. Áreksturinn varð á lokahring kappakstursins. Newman var með forystu þegar Ryan Blaney keyrði aftan á hann. Bíll Newmans snerist, fór á vegg, skaust þaðan upp í loftið og þegar bíllinn lenti klessti annar ökumaður á hann. Bíll Newmans rúllaði svo eftir brautinni í ljósum logum. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rosalegur árekstur í Daytona 500 Newman var fluttur á spítala í skyndi. Samkvæmt tilkynningu frá liði hans, Roush Fenway Racing, er hann alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. pic.twitter.com/RugPUdmpEk — Roush Fenway (@roushfenway) February 18, 2020 Newman, sem er 42 ára og ekur Ford Mustang, vann Daytona 500 í fyrsta og eina skipti á ferlinum fyrir tólf árum. Denny Hamlin hrósaði sigri í Daytona 500. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum sem Hamlin vinnur Daytona 500 kappaksturinn. Það mátti ekki tæpara standa en Hamlin kom í mark 0,014 sekúndum á undan Blaney. Aldrei hefur munað jafn litlu á tveimur efstu mönnum í Daytona 500. Venjulega eru eknir 200 hringir í Daytona 500 en að þessu sinni voru þeir 209. Akstursíþróttir Sportpakkinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Bandaríski ökuþórinn Ryan Newman slasaðist alvarlega í árekstri í Daytona 500 kappakstrinum í Flórída í gær. Daytona 500 er stærsti kappakstur tímabils á NASCAR-mótaröðinni. Áreksturinn varð á lokahring kappakstursins. Newman var með forystu þegar Ryan Blaney keyrði aftan á hann. Bíll Newmans snerist, fór á vegg, skaust þaðan upp í loftið og þegar bíllinn lenti klessti annar ökumaður á hann. Bíll Newmans rúllaði svo eftir brautinni í ljósum logum. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rosalegur árekstur í Daytona 500 Newman var fluttur á spítala í skyndi. Samkvæmt tilkynningu frá liði hans, Roush Fenway Racing, er hann alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. pic.twitter.com/RugPUdmpEk — Roush Fenway (@roushfenway) February 18, 2020 Newman, sem er 42 ára og ekur Ford Mustang, vann Daytona 500 í fyrsta og eina skipti á ferlinum fyrir tólf árum. Denny Hamlin hrósaði sigri í Daytona 500. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum sem Hamlin vinnur Daytona 500 kappaksturinn. Það mátti ekki tæpara standa en Hamlin kom í mark 0,014 sekúndum á undan Blaney. Aldrei hefur munað jafn litlu á tveimur efstu mönnum í Daytona 500. Venjulega eru eknir 200 hringir í Daytona 500 en að þessu sinni voru þeir 209.
Akstursíþróttir Sportpakkinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira