Mig langar til þess að gefa þér betra líf! Bragi Þór Thoroddsen skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun