Nóbelsverðlaunahafi og fyrrum leiðtogi loftslagsmála látinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 11:55 Pachauri stýrði vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar í þrettán ár. Vísir/EPA Rajendra K. Pachauri, fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er látinn, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Orku- og auðlindastofnun Indlands sem Pachauri stýrði um áratuga skeið tilkynnti um andlát hans í dag. Banamein hans var ekki gefið upp en hann hafði nýlega gengist undir hjartaaðgerð að sögn indverskra fjölmiðla. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2002 til 2015. Hann og aðrir fulltrúar IPCC hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum af völdum manna. Í formannstíð Pachauri kynnti nefndin vísindaskýrslur um líklegar afleiðingar breytinganna sem voru grundvöllurinn að Parísarsamkomulaginu sem þjóðir heims skrifuðu undir árið 2015. Árið 2009 kom Pachauri til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, og hélt opinn fyrirlestur um loftslagsmál í Háskóla Íslands. Ásakanir um kynferðislega áreitni urðu til þess að Pachauri hætti störfum fyrir Orku- og auðlindastofnunina og vísindanefnd SÞ árið 2015. Tæplega þrítug kona sem vann fyrir stofnunina sakaði hann um að hafa reynt við hana á klúrinn hátt og sent henni klámfengna tölvupósta og skilaboð. Pachauri hafnaði ásökununum og hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvu hans. Annar starfsmaður stofnunarinnar sakaði hann hins vegar um svipað framferði, að sögn New York Times. Andlát Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Rajendra K. Pachauri, fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er látinn, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Orku- og auðlindastofnun Indlands sem Pachauri stýrði um áratuga skeið tilkynnti um andlát hans í dag. Banamein hans var ekki gefið upp en hann hafði nýlega gengist undir hjartaaðgerð að sögn indverskra fjölmiðla. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2002 til 2015. Hann og aðrir fulltrúar IPCC hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum af völdum manna. Í formannstíð Pachauri kynnti nefndin vísindaskýrslur um líklegar afleiðingar breytinganna sem voru grundvöllurinn að Parísarsamkomulaginu sem þjóðir heims skrifuðu undir árið 2015. Árið 2009 kom Pachauri til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, og hélt opinn fyrirlestur um loftslagsmál í Háskóla Íslands. Ásakanir um kynferðislega áreitni urðu til þess að Pachauri hætti störfum fyrir Orku- og auðlindastofnunina og vísindanefnd SÞ árið 2015. Tæplega þrítug kona sem vann fyrir stofnunina sakaði hann um að hafa reynt við hana á klúrinn hátt og sent henni klámfengna tölvupósta og skilaboð. Pachauri hafnaði ásökununum og hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvu hans. Annar starfsmaður stofnunarinnar sakaði hann hins vegar um svipað framferði, að sögn New York Times.
Andlát Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna