Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. febrúar 2020 18:30 Magnús á Minna Hofi við hlöðuna og fjárhúsið á bænum, sem stórskemmdist í óveðrinu í gær. Vísir/Magnús Hlynur Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00