Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir félagsmenn vilja grípa til aðgerða í kjaradeilunni við Ríkið. Vísir/Vilhelm Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja. Kjaramál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja.
Kjaramál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira