Eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið: Má það? Margaret Anne Johnson skrifar 13. febrúar 2020 14:00 Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Konur sem upplifa eftirsjá eftir að hafa eignast börn þurfa gjarnan að bera þá byrði í hljóði því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að sjá eftir móðurhlutverkinu. Á sama tíma er samfélagið fljótt að dæma konur sem velja barnlaust líf. Þá er oft sagt við, og um þær, að þær séu ekki eðlilegar fyrir að vilja ekki eignast börn og að þær muni koma til með að sjá eftir því. Það er síendurtekin mýta í samfélaginu sem segir að það sé eitthvað verulega mikið að hjá konum sem sjá eftir að hafa eignast börn og þar af leiðandi er það tabú að viðurkenna eftirsjá í tengslum við barneignir. Konur sem eignast börn og sjá eftir því velja gjarnan að fela tilfinningar sínar gagnvart börnum sínum, fjölskyldu og samfélagi. Umræðan virðist þó vera að opnast og birst hafa greinar sem fjalla um eftirsjá kvenna í tengslum við móðurhlutverkið. Árið 2016 birti Marie Claire grein sem fjallar um konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn og mismunandi ástæður þess. Konur sem opinbera tilfinningar sínar um eftirsjá við barneignir þurfa oft að þola niðurlægjandi orðræðu sem gefur til kynna að viðkomandi kona hljóti að vera köld, sjálfselsk og tilfinningalaus. Því er ekki auðvelt að viðurkenna eftirsjá og ekki er vel tekið í það þegar talað er af hreinskilni um þessar tilfinningar. Þá eru konur dæmdar sem slæmar mæður, sagðar eiga við geðræn vandamál að stríða o.s.frv. Félagsfræðingurinn Orna Donath framkvæmdi rannsókn meðal kvenna sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Engin þeirra sá í raun eftir börnum sínum sem slíkum heldur þvert að móti elska þær börn sín. Það var móðurhlutverkið sem vafðist fyrir þeim og þær sjá eftir að hafa tekið að sér það hlutverk. Fyrir því voru margskonar ástæður og í flestum tilfellum fundu þær ekki fyrir löngun til að verða móðir en gáfu eftir vegna þrýstings frá samfélaginu. Hvert sem litið er segir orðræðan að konur eigi að eignast börn og að góðar mæður elski bæði börn sín og móðurhlutverkið. Rannsókn Donath varpar ljósi á þá erfiðleika sem þessi hópur kvenna upplifir. Þær þora ekki að tjá sig um líðan sína vegna hræðslu um að börn þeirra muni taka því sem svo að móðir þeirra vilji þau ekki og einnig vegna dómhörku sem þær gætu upplifað frá ættingjum og vinum. Í rannsókn Donath kemur fram að ein af viðmælendum hennar hafði tjáð sig um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið við vinkonur sínar í veislu. Innan fáeinna daga mætti barnavernd heim til hennar og í framhaldinu var hún sett í strangt sex mánaða eftirlit (BBC parents who regret having children I regret having children). Ein af niðurstöðum Donath er sú að samfélagið líti svo á að ekki sé möguleiki á að konur muni sjá eftir því að hafa tekið að sér móðurhlutverkið, eina eftirsjáin sem í raun er leyfð er eftirsjáin eftir því að hafa ekki orðið móðir. Rannsókn Donath er kveikjan að doktorsrannsókn Margaret Anne Johnson í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin felst í því að taka viðtöl við konur og fólk sem hefur gengið með börn og hefur upplifað eftirsjá og aðrar þær tilfinningar sem hér er fjallað um og hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Áhugasöm eru hvött til að senda tölvupóst á maj32@hi.is. Höfundur er doktorsnemi í kynjafræði við HÍ.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun