Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Skjáskot af vefnum Windy.com. Staðan á læginni klukkan 7 í fyrramálið. Skjáskot/windy.com Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar. Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar.
Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira