Stjarnan hefur aldrei tapað í bikarúrslitum í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:30 Hlynur Elías Bæringsson lyfti bikarnum í fyrra. Vísir/Bára Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira