Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 12:03 Frá dómsuppkvaðningunni. AP/Piroschka Van De Wouw Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni. Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni.
Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira