Viðbúnaður í Leifsstöð þegar vél Icelandair kom frá Ítalíu Eiður Þór Árnason skrifar 29. febrúar 2020 22:45 Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00