Kanadamenn hætta brátt að borga reikninginn vegna öryggisgæslunnar Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 08:02 Þau Harry og Meghan munu formlega hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Getty Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35
Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37