Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:00 Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira