Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Trentino er ekki skilgreint sem svæði með mikla smithættu vegna kórónuveirunnar líkt og rauðmerktu héruðin á þessu korti en önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu. vísir/hjalti Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira