Maðurinn sem stríddi Man Utd mikið í fyrri leiknum verður ekki með í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Emmanuel Dennis fagnar marki sínu á móti Manchester United. Getty/Vincent Van Doornick Manchester United fær belgíska félagið Club Brugge í heimsókn í kvöld í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa ekki áhyggjur af besta manni Club Brugge í fyrri leiknum. Emmanuel Dennis var besti maður vallarins í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli Club Brugge. Emmanuel Dennis kom Brugge liðinu meðal annars í 1-0 á 15. mínútu í fyrri leiknum í síðustu viku en Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu. 'We Will Certainly Miss Dennis' - Club Brugge Defender, Coach Rue Absence Of Nigeria Striker Vs ... https://t.co/mx3xmJ8h16pic.twitter.com/VlvKjdM7DA— Manchester United News (@mufcnews2019) February 27, 2020 Nú er hins vegar ljóst að meiðslin, sem Emmanuel Dennis varð fyrir um helgina í leik á móti Charleroi, eru það alvarleg að hann missir af leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ruud Vormer er líka óleikfær. Emmanuel Dennis er 22 ára Nígeríumaður sem hefur skorað 9 mörk fyrir Club Brugge í öllum keppnum á þessu tímabili. Þetta er mikill missir fyir belgíska liðið sem verður að skora á Old Trafford til þess að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ljóst að þarna fer alvöru maður. Emmanuel Dennis skoraði líka tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á sjálfum Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í október. Hann er því vanur að skapa usla á móti stóru klúbbunum. Leikur Manchester United og Club Brugge hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Emmanuel Dennis' game by number vs. Man Utd: - 90 minutes played - 1 goal - 3 shots on target - 2 big chances created - 77% pass accuracy - 2 succ. dribbles - 2 tackles A monstrous performance for a big game pic.twitter.com/e6ZRDidUgl— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) February 20, 2020 Enski boltinn UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Manchester United fær belgíska félagið Club Brugge í heimsókn í kvöld í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa ekki áhyggjur af besta manni Club Brugge í fyrri leiknum. Emmanuel Dennis var besti maður vallarins í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli Club Brugge. Emmanuel Dennis kom Brugge liðinu meðal annars í 1-0 á 15. mínútu í fyrri leiknum í síðustu viku en Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu. 'We Will Certainly Miss Dennis' - Club Brugge Defender, Coach Rue Absence Of Nigeria Striker Vs ... https://t.co/mx3xmJ8h16pic.twitter.com/VlvKjdM7DA— Manchester United News (@mufcnews2019) February 27, 2020 Nú er hins vegar ljóst að meiðslin, sem Emmanuel Dennis varð fyrir um helgina í leik á móti Charleroi, eru það alvarleg að hann missir af leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ruud Vormer er líka óleikfær. Emmanuel Dennis er 22 ára Nígeríumaður sem hefur skorað 9 mörk fyrir Club Brugge í öllum keppnum á þessu tímabili. Þetta er mikill missir fyir belgíska liðið sem verður að skora á Old Trafford til þess að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ljóst að þarna fer alvöru maður. Emmanuel Dennis skoraði líka tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á sjálfum Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í október. Hann er því vanur að skapa usla á móti stóru klúbbunum. Leikur Manchester United og Club Brugge hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Emmanuel Dennis' game by number vs. Man Utd: - 90 minutes played - 1 goal - 3 shots on target - 2 big chances created - 77% pass accuracy - 2 succ. dribbles - 2 tackles A monstrous performance for a big game pic.twitter.com/e6ZRDidUgl— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) February 20, 2020
Enski boltinn UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira