Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 07:37 Harry ávarpar ráðstefnuna í Edinborg í gær. Vísir/Getty Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. Þá áréttaði fundarstjóri ráðstefnunnar hið sama við gesti er hún kynnti prinsinn upp í pontu: „Hann er skýr með það að við eigum bara að kalla hann Harry.“ Harry og eiginkona hans Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því í janúar að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, verja auknum tíma í Norður-Ameríku og verða fjárhagslega sjálfstæð. Parið mun hætta að sinna konungslegum skyldum sínum síðasta dag marsmánaðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hertogahjónanna og konungsfjölskyldunnar upp á síðkastið, nú síðast eftir að Harry og Meghan sendu frá sér tilkynningu þess efnis að konungsfjölskyldan hefði ekki neina lögsögu yfir notkun á orðinu „royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að þau Harry og Meghan myndu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum. Í frétt BBC um breyttar áherslur Harrys í nafnamálum segir að hann muni halda áfram að vera prins, þrátt fyrir umræddar sviptingar. Harry hefði þó þegar tilkynnt að hann vildi frekar notast við titilinn „hertoginn af Sussex“. Hertogahjónin munu missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign þegar þau hverfa frá embættisskyldum sínum í vor. Þá munu þau einnig hætta að þiggja fjármuni frá konungshöllinni. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. Þá áréttaði fundarstjóri ráðstefnunnar hið sama við gesti er hún kynnti prinsinn upp í pontu: „Hann er skýr með það að við eigum bara að kalla hann Harry.“ Harry og eiginkona hans Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því í janúar að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, verja auknum tíma í Norður-Ameríku og verða fjárhagslega sjálfstæð. Parið mun hætta að sinna konungslegum skyldum sínum síðasta dag marsmánaðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hertogahjónanna og konungsfjölskyldunnar upp á síðkastið, nú síðast eftir að Harry og Meghan sendu frá sér tilkynningu þess efnis að konungsfjölskyldan hefði ekki neina lögsögu yfir notkun á orðinu „royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að þau Harry og Meghan myndu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum. Í frétt BBC um breyttar áherslur Harrys í nafnamálum segir að hann muni halda áfram að vera prins, þrátt fyrir umræddar sviptingar. Harry hefði þó þegar tilkynnt að hann vildi frekar notast við titilinn „hertoginn af Sussex“. Hertogahjónin munu missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign þegar þau hverfa frá embættisskyldum sínum í vor. Þá munu þau einnig hætta að þiggja fjármuni frá konungshöllinni.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35