Fólk verði áfram í útlöndum finni það fyrir einkennum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Sóttvarnarlæknir bætti í dag við fleiri löndum á áhættulista vegna kórónuveirunnar og fleiri þurfa því að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Þeir sem finna fyrir einkennum og eru enn í útlöndum eru beðnir um að fresta heimkomu. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til blaðamannafundar um kórónuveiruna í dag. Þar kom fram að aðstæður væru hratt að breytast. „Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að hafa þessar leiðbeiningar tiltölulega einfaldar og skýrar en þær geta breyst á milli daga," sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fundinum. Lista sóttvarnarlæknis yfir skilgreind áhættusvæði var breytt í dag. Tveimur löndum var bætt á lista yfir svæði með mikla smitáhættu; Suður-Kóreu og Íran. Á listanum eru einnig Kína og fjögur ítölsk héruð, líkt og Lombardía og Veneto þar sem borgarnar Mílanó og Verona eru. Sóttvarnarlæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum á þessu svæði. Fólk að koma þaðan er beðið um að fara í sóttkví eftir heimkomu og jafnvel fresta henni, finni það fyrir einkennum. „Ef fólk er úti og finnur fyrir einkennum og er veikt á það að láta vita af sér úti. Það á helst ekki að fara upp í flugvél," sagði Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum á fundinum í dag. Endurgreiðsla ef flugfélögin fella niður ferðina Flugfélögin eru þó ekki að aflýsa ferðum á þessu svæði. Sem dæmi má nefna að hægt er að bóka borgarferð með beint flug til Verona eftir rúma viku. Þrátt fyrir að yfirvöld séu að mæla gegn til dæmis þeirri ferð eiga farþegar ekki rétt á endurgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu myndast sá réttur einungis ef flugrekandinn ákveður að fella niður ferðina. Þá eru önnur lönd með litla smitáhættu komin á lista sóttvarnarlæknis; Ítalía utan þessara fjögurra héraða og til dæmis Tenerife. Eftir heimkomu þaðan á fólk að gæta sérlega vel að hreinlæti. „Þvo sér vel um hendur, sleppa því að heilsast með handabandi, kyssast og þess háttar," sagði Rögnvaldur. Bréf sem hótelgestir á Tenerife fengu. Barn í hópi Íslendinga á Tenerife-hótelinu Nokkuð hefur verið um afbókanir til Tenerife eftir að kórónuveirusmitið kom þar upp. Fjórir sem dvöldu á Costa Adeje Palace hótelinu hafa greinst með veiruna og eru allir hótelgestir enn í sóttkví. Þar á meðal tíu Íslendingar og er eitt barn í hópi þeirra. Allir hótelgestir hafa verið beðnir um að halda sig inni á herbergi og í gær fengu allir hitamæla. Voru þau beðin um að mæla sig tvisvar á dag. Greinist hiti verður tekin blóðprufa. Sóttvarnarlæknir hefur rætt við fólkið „Því fólki leið bara vel og hafði svo sem ekkert yfir neinu sérstöku að kvarta. Nema bara yfir þessum óþægilegu aðstæðum sem það var í," segir Þórólfur. Á fundinum teiknaði sóttvarnalæknir upp verstu mögulegu aðstæður sem talið er að gætu komið upp hérlendis. Eru þá tölur frá Hubei-héraði í Kína, þar sem veiran hefur verið skæðust, yfirfærðar hingað. Sömuleiðis er þá ekki tekið tillit til mögulegra mótaðgerða yfirvalda. „Þá gætum við búist við að sjá svona þrjú hundruð tilfelli hér á Íslandi, gætum búist við að sjá svona 20 til 25 gjörgæslutilfelli og við gætum búist að sjá upp undir tíu dauðsföll," sagði Þórólfur á fundinum í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Sóttvarnarlæknir bætti í dag við fleiri löndum á áhættulista vegna kórónuveirunnar og fleiri þurfa því að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Þeir sem finna fyrir einkennum og eru enn í útlöndum eru beðnir um að fresta heimkomu. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til blaðamannafundar um kórónuveiruna í dag. Þar kom fram að aðstæður væru hratt að breytast. „Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að hafa þessar leiðbeiningar tiltölulega einfaldar og skýrar en þær geta breyst á milli daga," sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fundinum. Lista sóttvarnarlæknis yfir skilgreind áhættusvæði var breytt í dag. Tveimur löndum var bætt á lista yfir svæði með mikla smitáhættu; Suður-Kóreu og Íran. Á listanum eru einnig Kína og fjögur ítölsk héruð, líkt og Lombardía og Veneto þar sem borgarnar Mílanó og Verona eru. Sóttvarnarlæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum á þessu svæði. Fólk að koma þaðan er beðið um að fara í sóttkví eftir heimkomu og jafnvel fresta henni, finni það fyrir einkennum. „Ef fólk er úti og finnur fyrir einkennum og er veikt á það að láta vita af sér úti. Það á helst ekki að fara upp í flugvél," sagði Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum á fundinum í dag. Endurgreiðsla ef flugfélögin fella niður ferðina Flugfélögin eru þó ekki að aflýsa ferðum á þessu svæði. Sem dæmi má nefna að hægt er að bóka borgarferð með beint flug til Verona eftir rúma viku. Þrátt fyrir að yfirvöld séu að mæla gegn til dæmis þeirri ferð eiga farþegar ekki rétt á endurgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu myndast sá réttur einungis ef flugrekandinn ákveður að fella niður ferðina. Þá eru önnur lönd með litla smitáhættu komin á lista sóttvarnarlæknis; Ítalía utan þessara fjögurra héraða og til dæmis Tenerife. Eftir heimkomu þaðan á fólk að gæta sérlega vel að hreinlæti. „Þvo sér vel um hendur, sleppa því að heilsast með handabandi, kyssast og þess háttar," sagði Rögnvaldur. Bréf sem hótelgestir á Tenerife fengu. Barn í hópi Íslendinga á Tenerife-hótelinu Nokkuð hefur verið um afbókanir til Tenerife eftir að kórónuveirusmitið kom þar upp. Fjórir sem dvöldu á Costa Adeje Palace hótelinu hafa greinst með veiruna og eru allir hótelgestir enn í sóttkví. Þar á meðal tíu Íslendingar og er eitt barn í hópi þeirra. Allir hótelgestir hafa verið beðnir um að halda sig inni á herbergi og í gær fengu allir hitamæla. Voru þau beðin um að mæla sig tvisvar á dag. Greinist hiti verður tekin blóðprufa. Sóttvarnarlæknir hefur rætt við fólkið „Því fólki leið bara vel og hafði svo sem ekkert yfir neinu sérstöku að kvarta. Nema bara yfir þessum óþægilegu aðstæðum sem það var í," segir Þórólfur. Á fundinum teiknaði sóttvarnalæknir upp verstu mögulegu aðstæður sem talið er að gætu komið upp hérlendis. Eru þá tölur frá Hubei-héraði í Kína, þar sem veiran hefur verið skæðust, yfirfærðar hingað. Sömuleiðis er þá ekki tekið tillit til mögulegra mótaðgerða yfirvalda. „Þá gætum við búist við að sjá svona þrjú hundruð tilfelli hér á Íslandi, gætum búist við að sjá svona 20 til 25 gjörgæslutilfelli og við gætum búist að sjá upp undir tíu dauðsföll," sagði Þórólfur á fundinum í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Ráða fólki frá því að fara til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu Sóttvarnalæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. 26. febrúar 2020 14:40
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48